ELTINGALEIKUR ÓLAFS F.

 


Núna ætlar Ólafur F. Magnússon að sýna þjóðinni hvar Davíð keypti ölið. Ólafur ætlar að fletta ofanaf öllum spillingarmálum íhaldsins og hann ætlar að láta helmingaskiptaveldið svara til saka.

  Ég vona svo sannarlega að Ólafi F. Magnússyni takist með ráðum og dáð að sanna það fyrir borgarbúum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir svikum, sukki og svínaríi á meðan þessir tveir flokkar hafa haldið um stjórnartauma í Reykjavík.

  Að vísu verður ekki sagt með góðri samvisku að Ólafur F. sé akkúrat hreinræktaðasti engillinn sem til starfans gat gengið. Hann átti svo stórkostlega spillingarspretti á þeim örstutta tíma sem hann var borgarstjóri, að það hálfa hefði verið meira en nóg. En gefum honum tækifæri til að hreinsa til. Og ef eitthvað er að marka orð Ólafs þá eru Hanna Birna og allt hennar fólk hreinræktaðir glæpamenn – fólk sem þegið hefur mútur hjá eigendum banka svo liðka mætti fyrir lóðabraski, skipulagsslysum og framkvæmdagleði í þágu peningamanna.

  Það væri kannski réttast hjá Ólafi F. að spyrða sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í eitt þegar spillingu og sukk ber á góma. Nafn Óskars Bergssonar kemur ósjálfrátt upp. En hér er ég að tala um frægan borgarfulltrúa Framsóknar, mann sem sýndi íhaldinu blíðu og fékk síðan að lúta í lægra haldi fyrir óþekktum einstaklingi þegar kom að því að velja menn á lista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

  Ólafur F. sakar borgarstjóra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, um bruðl, sukk og svínarí. Ásakanir um glæpsamleg athæfi hafa ekki farið eins hátt og maður hefði talið rétt. Vissulega hefur Ólafur eitthvað til síns máls en hann skaut sig eiginlega í báða fætur þegar hann reyndi að yrkja um óréttlæti það sem Hanna Birna hefur stjórnað.

  Ég var svo heppinn að fylgjast með fundi borgarstjórnar þennan dag og þótti mér undirleikur gamla, góða Villa til prýði. En eftir að Ólafur F. lauk máli sínu þá datt mér strax í hug:

 

Hægri sinnað heilabú

Hönnu Birnu skildi

að vottorð Ólafs virðist nú

vera að falla úr gildi.

 

 


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband